Fyrirlestur fyrir fyrirtæki og stofnanir
Þín hleðsla (70-75 mín)
Við einhæft álag í vinnu myndast oft þreyta í ákveðnum líkamspörtum líkt og mjóbaki, hálsi, herðum eða öxlum ? Er álagið hjá þér eða starfsfólki þínu of mikið í vinnunni eða heima fyrir ? Ertu að ná að gefa þér tíma til að ,,hlaða batteríin“ til að koma til móts við álagið sem þú ert að mæta á degi hverjum ?
Í þessu fyrirlestri fer Einar Örn sjúkraþjálfari yfir áhrif langvarandi álags á taugakerfið og hvernig hægt sé að vinna að forvörnum þegar kemur að álagsstjórnun. Einnig fer hann yfir algeng stoðkerfisvandamál sökum kyrrsetu eða einhæfrar vinnu og hvernig draga megi úr þeim einkennum með sjálfsmeðferð og betri líkamsvitund.
Margrét Lára sálfræðingur og íþróttafræðingur fer yfir nokkra þætti til að byggja upp andlegan styrk og auka þar með líkurnar á betri andlegri heilsu til þess að takast á við álag, erfiðleika, streitu eða mótlæti.
Aðalatriði: Hreyfing, svefn, stjórn/óstjórn, áskoranir, sjálfstraust. Auk þess verður farið yfir rétta líkamsstöðu, léttar teygjur og æfingar til að bæta endurheimt og minnka líkur á einkennum frá stoðkerfinu.