Fyrirlestur fyrir íþróttafélög

360°íþróttamaður (70-75 mín)

Eru íþróttamennirnir þínir að æfa margar íþróttagreinar eða spila með nokkrum flokkum á sama tíma ? Finna þau fyrir stoðkerfisverkjum og huga ekki nægjanlega vel að endurheimt milli æfinga eða leikja. Er svefninn nægur eða eru þau föst í vítahring orkudrykkja? Eru þau hrædd að gera mistök, með lélega sjálfsmynd eða þora ekki að fara út fyrir þægindarammann?

Í þessum fyrirlestri fer Einar Örn sjúkraþjálfari yfir helstu áhættuþætti ofþjálfunar og álagsmeiðsla. Hann fer yfir mikilvægi samskipta milli þjálfara, leikmanna og foreldra til þess að draga úr álagi og vera vakandi fyrir viðvörunarbjöllum vegna mögulegs ofálags. Einnig fer Einar Örn yfir skaðsemi orkudrykkja og mikilvægi hvíldar, endurheimtar, sjálfsmeðferðar og svefns fyrir íþróttafólk.

            Margrét Lára sálfræðingur og íþróttafræðingur fer yfir mikilvægi andlegs styrks til þess að takast á við streitu, erfiðleika eða mótlæti í íþróttum. Margrét Lára fer yfir nokkra þætti sem að íþróttamennirnir sjálfir geta hugað að til þess að auka líkur á árangri og aukið ánægju þeirra á æfingum eða í leikjum.

Aðaltariði: samskipti, ofálag, álagsmeiðsli, sjálfstraust, svefn, stjórn/óstjórn, félagsleg tengsl, jákvætt sjálfstal