Fyrirlestrar um íþróttasálfræði

Hvað er Sjálfsagi ?

Sjálfsagi er fyrirtæki stofnað árið 2021 af þeim hjónum Margréti Láru Viðarsdóttur og Einari Erni Guðmundssyni. Margrét Lára er menntaður klinískur sálfræðingur og íþróttafræðingur og Einar Örn er sjúkraþjálfari

Ástríða og áhugi Sjálfsaga eru forvarnir á sviði andlegs og líkamlegs heilbrigðis barna og fullorðinna. Sjálfsagi býður upp á fyrirlestra sem snúa að bæði andlegu og líkamlegu heilbrigði. Við aðlögum fyrirlestra okkar að þeim hópum sem við hittum hverju sinni, hvort sem það eru íþróttahópar, vinnuhópar, börn eða fullorðnir. Einnig býður Margrét upp á einstaklingsmeðferðir fyrir þá sem vilja bæta andlegan styrk, setja sér markmið, vinna úr kvíðaeinkennum eða öðrum tilfinningavanda. 

Taktu stjórn á þínum eigin árangri!

Íþróttamenn eru í sífelldri naflaskoðun og spyrja sig reglulega þeirrar spurningar, hvernig get ég orðið betri? Ef til væri einhver einföld uppskrift, væru líklegast allir jafn góðir. Þeir sem hafa náð virkilega langt hafa lagt mikið á sig til þess að komast……..